miðvikudagur, nóvember 30

ég hlakka svo til...

...að vera búin í prófum....
....að eiga afmæli....
....að fara í jólahlaðborð....
...að fá gluggagægir til að gefa mér í skóinn...
...að fá ljós friðar og vonar heim....
....að geta hangið ALLAN daginn...

...að vakna í fyrramálið og fá mér súkkulaði úr jóladagatalinu mínu....
Bíddu.....
ég á EKKERT jóladagatal...
hvað á ég að gera?
ég get ekki bara farið og keypt mér það sjálf... þetta er svona regla eins og með...eins og með... var ekki einhver regla um að mega ekki kaupa sér eitthvað sjálfur??? jú, örugglega tarot spil!
og hvað gera bændur þá?!
ég veit ekkert skemmtilegra en að vita að ég geti í heila 24 daga byrjað daginn á litlum súkkulaðimola og það er gersamlega leyfilegt...kaloríurnar teljast ekki með, þetta er nefnilega töfrajólasúkkulaði...
uppáhaldið mitt er líka að finna 10.des og sjá hvaða mynd er á því og svo að sjá hvernig súkkulaði er inní...
Ein jólin keypti mamma svona risa amerískt vegg jóladagatal sem var hengt upp á vegg og hver dagur átti sinn eigin vasa. Við systkinin, sem vorum þá bara 3, fengum á hverjum morgni alveg eins og fórum alltaf saman að sjá hvað við fengum á hverjum morgni...
það er alveg eftir mér að gera svona fyrir mig og ýmindaða non existing kærastann minn..

en jæja, ég er ein á stúdentagörðum og enginn lítill súkkulaðibiti mun gleðja munn og maga í fyrramálið, ég gæti grátið ég er svo leið....
það eru örugglega svona álög sem vernda dagatalið ef ég myndi kaupa það sjálf.... súkkulaðið væri örugglega myglað..
þetta er líka einkar skemmtileg leið til að telja niður í próflok, afmæli, komu fallegs fólks á klakann og átveislunnar miklu, eða hátíð ljós og friðar.

hefur einhver spáð í texta lagsins Band-Aid Christmas song.... er ekkert pólitískt incorrect að synga: Feed them...ohhh...let THEM know its Christmas time...... (hvort sem er freedom eða feed them, bæði jafn vitlaust). Hvaða THEM eru þau alltaf að syngja um, okkur hvítu vestrænu búana sem erum æðisgengnir og flottir og ÞAU afríkufólkið sem greyin fá ekki pakka eða rauðvín á jólunum?
Ég vil bara hvetja Bono og Chris Martin og Sugababes sem væla þetta lag að gefa kannski tíund af launaseðlinum sínum til hjálparstarfsins í Afríku og þá gætu þau eflaust gert það sem þeim finnst svo skemmtilegt að syngja um....feed them...ohhhhh....

ég reyndar verð að viðurkenna að fyrst þegar ég heyrði hjálparstarf kirkjunnar lagið, gleymd ekki þínum minnsta bróður, þá hljóp ég grátandi heim úr skólanum í 4.bekk og var miður mín allan daginn. Ég fyllti litla pappírsbaukinn með sveltandi bíafrabörnum framan á og lofaði að klára alltaf allan matinn minn, það eru jú sveltandi börn í afríku...

ég var kannski smá dramatískt barn sem hafði of miklar áhyggjur af heiminum..þegar ég var 8 ára heyrði ég mömmu og pabba rífast um hversu hár símareikningurinn hefði verið.. þetta var á þeim tíma sem að rauðu símalínurnar voru að byrja og ég átti frænku sem var annsi dugleg að passa mig og nota símann... (ég var svo klár, við stelpurnar hringdum aldrei heiman frá mér).. en já, ég arkaði með Jóhönnu, bestustu vinkonu minni í öllum geiminun, í allt hverfið og í hús til hús að selja steina sem við vorum búnar að mála.. ég að sjálfsögðu með fjörugt ímyndunarafl og mikla ævintýraþrá trúði því að steinarnir litu út eins og gimsteinar... ein kona sá það sama og ég og gaf mér 40 kall....ég lagði þetta í símareikningspúkkið...voðalega stolt og sæl.... eða bara eins og exið mitt sagði alltaf við mig: sigga mín, þú getur ekki bjargað heiminum...
ég vil allavega vita að ég hafi reynt það :)

svo sá ég einu sinni þátt um áhrif sápu á umhverfið okkar... ég fékk kvíðakast þegar ég sá mömmu setja of mikinn uppþvottalögur á burstann...hugsaði bara að allt drykkjarvatn yrði mengað þegar ég yrði fullorðin og plánetan ónýt...
kannski var ég reyndar ekki svo langt frá sannleikanum þar...

hmm...þetta fór frá jóladagatali og yfir í hádramatík yfir Kyoto bókuninni og sveltandi börnum.. kannski ættum við að breyta þema jólanna og vera bara öll í hjálparstarfi...
kannski í framtíðinni og minni fjölskyldu bönnum við jólagjafir og gefum peningana til heimilislausra sem við bjóðum í mat og gistingu yfir jólin...
og önnu hver jól förum við til Afríku og stríðshrjáðra landa til að hjálpa til í jólafríinu...
verðum svona aktív fjölskylda sem vinnur markvisst í því að gera jörðina að betri stað til að lifa á...

kannski mun ég bara vera ein og allir karlmenn sem höfðu áhuga á mér og lásu þetta hættu við..

þá bjarga ég heiminum bara ein!
sauma mér kannski bara samfesting í leiðinni, verð nú að vera smart víst ég ætla að bjarga heiminum..
kannski ætti ég að byrja bara hérna heima....það er víst að nógu að taka, allavega segir fjölskyldan mín það; ég eigi bara að byrja þar og vinna mig svo frá þeim punkti...

við sjáum til.....
en eins og ég sagði um daginn, ranghugmyndir og mikilmennskubrjálæði eða bara snilldarhugmynd og raunsæi?

ég vil vakna við að cyber banki á gluggann með jóladagatal..
þangað til er ég farin að glósa tölfræði...

siggdögg
-sem syngur alltaf hátt með égvileigajólinmeðþér og hugsar til ættingja og vina sem hún saknar og veit að jól eru ekki jól án þeirra-
(og trúir að hún hafi komið með jólin einu sinni til exsins..hann kom heim á miðnætti á þorlák og ég var búin að skreyta alla íbúðina hátt og lágt og kaupa jólatré....)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

okey hver mun taka Siggu á orðinu og gefa henni dagatal.....

Mia sagði...

Ég held að það sé "feed the world, let them know it's christmas time". Sem meikar admittedly aðeins meira sense. En ég er sammála þér í því að mér finnst hallærislegt þegar margfaldir milljónamæringar leggja mikið á sig til þess að fá average joe til að gefa peninga, frekar en að gefa þá sjálfir ef þeim er svona agalega umhugað um þetta. Michael Stipe ... hrollur.... Til hamingu með the upcoming birthday annars. Alltaf jafn gaman að lesa þetta blogg. Og við hringdum í rauðu línurnar heiman frá mér og ég sat í súpunni!!

Sigga Dögg sagði...

ehhh já aldís mín...
nú hvað ætlið það séu, 15 ára eða e-ð slíkt er ég orðin nógu mikil manneskja til að biðja þig afsökunar á þessu...
en djöfull skemmtum við okkur vel að hringja í hina og þessa kalla og klæmast við þá og skella svo á..
minnir að þú og halldóra hafi verið hvað bestar í þessu...
ahhh good tæms ;)

svenni minn...gaman að fá heimsókn hingað frá þér sæti ;)

Sunna sagði...

Ég held reyndar að Chris Martin og félagar í Coldplay séu duglegir við að láta peningana sína renna til góðra málefna, U2 líka. Þetta er samt bara e-ð sem ég held.
Ég er sammála, ég væri til í að fara til Afríku í hjálparstarf, eða bara hvert sem er. Af nógu er að taka.
Það er allt svo FOKK leiðinlegt, ég er búin að hanga inni í sama herbergi í 3 daga, í náttbuxum og flíspeysu.. gerist ekki meira sexy en það! Ég er ógeðslega kvíðin fyrir öllum prófunum. Venjulega getur maður aðgreint þennan kvíða og beint honum að mismunandi prófum, það er bara ekki að gerast hér. Ég er skíthrædd við þetta alltsaman..
-Já og Rauða torgið var fyndið.. ætli allir unglingar hafi stundað þetta og fundist þetta ógeðslega fyndið?? bara pæling..
Jæja ég er farin að lesa um persónuleikapróf.. einstaklega óspennandi umfjöllun.
-Ble-

Mia sagði...

Engar áhyggjur, water under the bridge, Miss Stardust! Og já þetta var gaman. Við gerðum heiðarlega tilraun á kojufylleríi fyrir nokkrum árum að endurlífga þetta, og komumst í samband við mann í leit að konu sem vildi eiga mök við mann sem væri í sokkabuxum. Ahh. Það er alltaf gott að vita að maður er ekki skrýtnastur....

Nafnlaus sagði...

ég held samt að það sé "DO they know it's ..." út af því að þau verða eiginlega ekkert vör við jólin út af fátæktinni... eða þannig hef ég alltaf túlkað það...

en átt þú líka afmæli 10. des? arne minn á líka afmæli þá og ég var bara að fatta það í gær að það er eftir hhhhmmm rétt rúmlega viku og ég er ekki byrjuð að pæla í afmælisgjöfinni... god ég er ömurleg kærasta... :/

en vonandi færðu jóladagatal fyrir morgundaginn ;)

Sigga Dögg sagði...

Jamms Arna frænka, stelpan verður 23 ára næstu helgi og vonar innilega að cyber kæró komi skemmtilega á óvart og vekji mig með heitt croisant í rúmið og kannski jafnvel blómvönd (hint hint..morgunmatur í rúmið fyrir arne..)

Eiríka frænka mín var svooo góð við mig, hún gaf mér barbie dagatal sem gildir út desember mánuð núna áðan :)
eg á bestu fjölskylduna í heiminum!
auðvitað spælsti hún líka morgunmat og próflestrar nart...

en já merkilegt hvað fólk man mis eftir þessi lagi, en ég veit að það er do they...og let them know...
og að Bono og kannski Chris eru búnir að gefa en ekki Sugabeibs eða hinir sem þarna sungu með..!! allavega Bono er góður, það verður að segjast..

Nafnlaus sagði...

Þetta eru lengstu komment í heimi.

kv. Andri Ólafsson

Sigga Dögg sagði...

ég sendi þér afmælisskeyti hr.andri...
vona að dagurinn hafi verið góður.
stutt og hnitmiðað!